
Styttist í opnun nýs sjúkrahótels í Hringbrautarverkefninu
Gunnar Svavarsson, framkvæmdastjóri NLSH, segir í viðtali við Morgunblaðið í dag að nýja sjúkrahótelið verði afhent til prófunar og úttektar í október næstkomandi.
Nýja sjúkrahótelið er með 75 herbergi á fjórum hæðum. Hótelherbergin geta nýst ólíkum þörfum gesta og eru bæði einstaklingsherbergi, herbergi fyrir fatlað fólk og fjölskylduherbergi.
Heilbrigðisráðherra skipaði á síðasta ári hóp sem vann skýrslu 2016 um mismunandi rekstrarform sjúkrahótelsins.
Ekki liggur fyrir ákvörðun heilbrigðisráðherra um rekstrarform nýja sjúkrahótelsins og mun ráðherra tilkynna um það síðar.