Signy starfsmaður NLSH

Styttist í útboð á jarðvinnu á nýju rannsóknahúsi

Í nýju rannsóknahúsi, sem fyrirhugað er að byggja, verður öll rannsóknastarfsemi Landspítala sameinuð á einn stað ásamt þvi að Blóðbankinn mun einnig flytjast í nýtt rannsóknahús.

„Von er á fyrirspurnaruppdráttum hússins á næstu dögum og aðaluppdráttum í lok mars 2021. Í framhaldinu mun verkhönnun hefjast og er áætlað að henni ljúki í lok mars 2022.

Áætlað er að auglýsa útboð jarðvinnu fyrir rannsóknahúsið í lok febrúar 2021“, segir Signý Stefánsdóttir, verkefnastjóri hjá NLSH.