
Umhverfisvarnir í Hringbrautarverkefninu
Tekin hefur í notkun ný þvottastöð á Landspítalreit fyrir vörubíla og vinnuvélar.
Þvottastöðin þvær bæði hjól og undirvagna þeirra bifreiða sem sinna daglegri keyrslu um svæðið í jarðvinnuframkvæmdum við nýjan Landspítala.
Ásbjörn Jónsson NLSH: Við hjá NLSH leggjum mikla áherslu á mengunar – og umhverfisvarnir í Hringbrautarverkefninu. Nýja þvottastöðin er einn liður í áætlun okkur hvað varðar umhverfisvarnir og að halda götum á framkvæmdasvæðinu eins hreinum og mögulegt er.