mynd af gröfu að gera svæði tilbuið fyrir malbikun

Undirbúningsframkvæmdir vegna malbikunar Burknagötu

Helstu framkvæmdir á vinnubúðasvæðinu eru þær að verið er að undirbúa undir malbikun á Burknagötu. Steinar Þór Bachmann verkefnastjóri hjá NLSH segir að samhliða sé verið að sinna ýmsum verkum á svæðinu.

Unnið er við færslu á girðingum innan svæðis og við afmörkun framkvæmdasvæðis. Verið er að flytja til þvottastöð fyrir vinnuvélar frá vestari hluta Burknagötu yfir í austurenda ásamt öryggisþáttum sem snúa að undirbúningi uppsteypu á meðferðarkjarna.