
Uppsetning aðgangshliða á vinnubúðareit
Vinna gengur vel við uppsetningu á aðgangshliðum á vinnubúðareit og áætlað er að þeirri vinnu ljúki um áramótin.
Steinar Þór Bachmann verkefnastjóri hjá NLSH:
„Það er búið er að setja upp öll hlið austan og sunnan megin á framkvæmdasvæðinu. Áfram er unnið að uppsetningu og tengingum þeirra við aðgangsstýrikerfið og við aflfæðingu. Virk aðgangsstýring verður inn á framkvæmdasvæðið sem er mikilvægur öryggisþáttur.
Fljótlega verður síðan farið í uppsetningu á hliðum vestan megin en verið er að leggja lokahönd á vinnuna í kringum hliðin, sem er umfangsmikil, og snýr að mörgum tækniþáttum”, segir Steinar.