
Uppsteypa á bílakjallara boðin út
Nýr Landspítali ohf. óskar eftir tilboðum í uppsteypu á bílakjallara undir Sóleyjartorgi og tengigöngum.
Um er að ræða opið útboð með skilgreindum takmörkunum um þátttöku.
Verkið er liður í uppbyggingu nýs Landspítala við Hringbraut. Það innifelur uppsteypu bílakjallara, á tveimur hæðum, ásamt tengigöngum. Heildarflatarmál bygginganna er áætlað 7.500 m2.
Sjá nánar hérna