
Uppsteypa meðferðarkjarna gengur vel
Nýja árið byrjar vel við uppsteypu meðferðarkjarnans.
„Í upphafi árs er uppsteypa meðferðarkjarnans komin á fullt skrið og ef veður leyfir er útlit fyrir góðan gang á næstunni. Helstu verkþættir sem nú eru í gangi við uppsteypuna eru við mótauppslátt, járnabendingu, eftirspennu og uppsetningu stálvirkis. Vinna við jarðvinnu fyrir austari tengigang sunnan meðferðarkjarna er í fullum gangi, en þar var lokið við sprengivinnu í liðinni viku og hefst uppsteypa tengigangsins á næstunni. Uppsteypa tengiganga norðan meðferðarkjarnans er enn í fullum gangi og er vinna við milliplötur hafin og í bílastæða- og tæknihúsi er jarðvinna í gangi og undirbúningur neðstu botnplatna hafinn,“ segir Árni Kristjánsson staðarverkfræðingur Nýs Landspítala.
