
Uppsteypun á lagnagangi lokið meðfram kvennadeild
Vinna við uppsteypu á kvennadeildargangi er nú lokið. Að því loknu hefst vinna við að gera göngustíg og akbraut yfir tengigangi austan kvennadeildar.
Vegna þessarar framkvæmdar er einstefna á akstri frá bílastæðum neðan Gamla Spítala upp að kringlu og kvennadeild. Það er ekki hægt að aka niður frá kringlu að bílastæðum neðan Gamla Spítala meðan á þessum framkvæmdum stendur.
Framkvæmdir við suðurenda kvennadeildar eru enn í gangi og er suðurinngangur kvennadeildar lokaður meðan á þeim stendur.