Varakynding mynduð

Varakynding tiltæk fyrir meginbyggingarnar

Varakyndingarkerfi verður staðsett í bílastæða- og tæknihúsinu og á að geta annað upphitunarþörf fyrir 137.000 m2 en fyrst í stað verður hún fyrir nýjan meðferðarkjarna (MFK) og rannsóknarhús (RSH). Ákveðið hefur verið að varakyndingin verði með tveimur olíukynntum kötlum. Hvor ketill um sig skal geta afkastað 70% af heildaraflþörfinni. Hvor ketil afkastar 3 MW í upphitun.

Varakyndingin vinnur á lokaðri hringrás. Vatn er hitað upp í um 80 gráður og leitt til varmaskipta í inntaksrýmum nýbygginganna þar sem bakrás fer niður í 40 gráður. Vatnið í lokaðri hringrás varakyndingarinnar kemur í stað hitaveituvatnsins við hitun húsanna ef hitaveitan bregst.

Varakyndingin verður staðsett, eins og áður sagði, ásamt vararafstöðvum og kælikerfi nýrra húsa og öðrum búnaði í tæknihúsi sem er hluti BT- húsins.