
Velferðarnefnd Alþingis heimsækir framkvæmdasvæði NLSH
Í dag heimsóttu fulltrúar úr velferðarnefnd Alþingis, framkvæmdasvæði Nýs Landspítala við Hringbraut.
Gunnar Svavarsson. framkvæmdastjóri NLSH, og Ásbjörn Jónsson, sviðsstjóri framkvæmdasviðs, kynntu stöðu framkvæmdaverkefna NLSH og að kynningu lokinni var framkvæmdasvæðið skoðað undir leiðsögn.
Á mynd: Fulltrúar úr velferðarnefnd Alþingis ásamt Ásbirni Jónssyni sviðsstjóra framkvæmdasviðs