Prófanir á útveggjaeiningum

Víðtækar prófanir yfirstandandi á útveggjaeiningum

Þessa dagana standa yfir víðtækar prófanir á útveggjaeiningum meðferðarkjarna. Prófanirnar eru framkvæmdar af óháðri prófunarstöð í Bretlandi. Tvær mismunandi gerðir af útveggjaeiningum eru prófaðar gagnvart jarðskjálfta annars vegar og vatni og vindum hins vegar. Þegar hefur fyrri útveggjaeiningin verið prófuð með góðum árangri. Seinni gerð útveggjaeiningarinnar verður prófuð á komandi vikum. Framleiðslan á útveggjaeiningunum fer að hefjast en von er á fyrstu sendingunni til landsins þegar líða tekur á árið.