
Vinnustofa framkvæmdasviðs NLSH um áætlananagerð í uppsteypuverkefninu á nýjum meðferðarkjarna
Í dag var haldin vinnustofa á Grand hótel á vegum Framkvæmdasviðs NLSH með danska fyrirtækinu Exigo.
Vinnustofan er haldin í samstarfi við Exigo sem vinnur með NLSH að undirbúningi á skipulagi vegna uppsteypuverkefnis á nýjum meðferðarkjarna.
Exogo sérhæfir sig í verkefna- og áhættustýringu, framvindueftirliti og áætlanagerð í viðamiklum byggingaverkefnum.