I4058 - Jarðvinna og veitur Fífilsgata og Hrafnsgata

Nýr Landspítali ohf. (NLSH), óskar eftir tilboðum verktaka í útboðsverkið: Jarðvinna og veitur – Fífilsgata og Hrafnsgata, útboðsnúmer I4058

Verktaki skal m.a. endurgera Fífilsgötu milli Hringbrautar og Gömlu Hringbrautar, upprif á hluta Hrafnsgötu og fullgera hana síðan frá Fífilsgötu austur-fyrir inngang að Barnaspítala, leggja nýjar fráveitu- og vatnsveitulagnir með allri þeirri jarðvinnu sem til þarf, setja niður fituskilju í Hrafnsgötu og breyta dælubrunni, útbúa og setja niður stokka og brunna fyrir háspennulagnir, jarðvegsskipta á hluta svæðis, gerð neyðarreinar í hægri beygju frá Hringbraut inn á Fífilsgötu, færa ljósastólpa við Hringbraut og Fífilsgötu, útbúa hjáleið fyrir Strætó í gegnum núverandi umferðareyjar á Fífilsgötu og inn að Vatnsmýrarvegi vestan við Fífilsgötu, fylla í hluta Burknagötu að bílastæðahúsi, leggja snjóbræðslulagnir, malbika stíga og götur, helluleggja og ganga frá yfirborði og merkingum á svæðinu. Einnig er innifalið í verkinu gerð steypts stoðveggjar og tröppu vestan Meðferðarkjarna ásamt steyptrar rofastöðvar vestan við Barnaspítala, upp við Barónsstíg.

Um útboðið gildir ÍST 30:2012 Almennir útboðs- og samningsskilmálar um verkframkvæmdir.

Spurningar og svör verða meðhöndluð í hinu rafræna útboðskerfi.

Sjá nánar á útboðsvef

Útboðsnúmer: I4058

Skilafrestur tilboða: 15.5.2024 kl. 13:00