Markaðskönnun (RFI) Sjúkrastokkar
RFI - Horizontal bed head panels for use in hospitals
Nýr Landspítali ohf. ( NLSH) óskar eftir upplýsingum (RFI) um hæfa aðila sem hafa áhuga á væntanlegu útboði á sjúkrastokkum til uppsetningar í nýbyggingum félagsins við Hringbraut og Grensás í Reykjavík og við Sjúkrahúsið á Akureyri. Nánari upplýsingar má finna á eftirtöldum vefsvæðum:
- Nýr Landspítali (NLSH) - www.nlsh.is
- Landspítali - www.landspitali.is
- Sjúkrahúsið á Akureyri (SAk) – www.sak.is
Gerð krafa um að stokkarnir uppfylli alþjóðlega staðla (t.d. ISO 11197, IEC 60601-1) fyrir lækningatæki.
Áhugasamir aðilar eru beðnir um að skrá sig til þátttöku og senda inn gögn. Í framhaldi af því verður settur upp sérstakur kynningafundur með hverjum aðila.
Innsend gögn og/eða kynningar skulu fjalla um hönnun, uppsetningar fyrir mismunandi gerðir deilda, grunnupplýsingar um uppbyggingu lausna og tillögur um mikilvæga þætti sem NLSH þarf að hafa í huga við innkaupin.
Útboðsnúmer: I0077-1
Opnun tilboða: 17.3.2025 kl 13:00